Stöðumat og úttekt

Stöðumat.pdf

STÖÐUMAT OG ÚTTEKT.

Við hefjum vegferðina, kraftaverkið á því að taka stöðumat í eigin lífi. Þetta er sjö skrefa ferðalag sem tekur engan enda en það er stöðugt upphaf, hér, núna.

Stöðumatið er mikilvægt því það opinberar upphafspunktinn sem er í núinu. Við getum ekki farið fyrr en við erum komin, fyrr en við erum mætt inn í augnablikið og sannleikann um stöðuna eins og hún er – núna.

Við þurfum að vita hvar við stöndum til að geta ákveðið hvert við viljum fara og hvernig við viljum vera.

Þess vegna tökum við stöðumat áður en við leggjum af stað – til að vita nákvæmlega hvar við stöndum, til að vita hvert við viljum fara. 

Umræða

22 ummæli