Máttur Athyglinnar 15. febrúar, 2023

Hvað vilt þú? - Vegferð til varanlegrar velsældar frá óvissu í öryggi

   Horfa á kynningarmyndband   Skrá mig á námskeið


Máttur athyglinnar NETNÁM - frá óvissu í öryggi - hefst 15. febrúar 2024!

Sjö skref að varanlegri velsæld

Viltu öðlast Nú vitund?

Viltu kraft til að takast á við áskorannir og tækifæri?

Viltu vera áræðnari, öðlast styrk og jafnvægi?

Viltu skilgreina tilgang þinn og markmið?

Viltu vera orkumeiri og öruggari með þig?

Viltu tendra ástríður þínar og taka til í lífi þínu?

Er svarið er JÁ við einni eða fleiri spurningum þá er Máttur athyglinnar núvitundarnámskeiðið fyrir þig. Í sjö skrefum fer Guðni Gunnarsson í gegnum hugrenningatengsl og hegðunarferli varðandi heilbrigði og velsæld. Þú lærir að breyta um viðhorf gagnvart sjálfum/sjálfri þér og þannig heimsmynd þinni.

“Þú ert eins og þú “vilt” vera í dag, þú ert þar sem ert og eins og þú gerðir þig. Nú er tækifærið. Taktu ábyrgð á eigin lífi, vertu valfær og breyttu því sem þú vilt breyta. Lærðu að þykja vænt um líkama þinn og njóta fyrirgefningarinnar sem er öflugasti meltingarhvati tilverunnar.”

Þátttakendur læra að verða vælfærir skaparar - ofurmenni, krafta verk í vitund.

UMGJÖRÐ FYRIR VARANLEGA VELSÆLD

Mæting í Rope yoga setrið 7. þriðjudaga kl. 19:30 fyrsti fundur 15. febrúar, 2024

Þú munt öðlast nýja þekkingu og skilning með hjálp 7 skrefa umbreytingaheimspeki GlóMotion með áherslu á Mátt Athyglinnar. GlóMotion kerfið er heilræn hugmyndafræði sem samanstendur af Nú-vitund, líkamsæfingum (kjörnun), líffræði, umbreytingarsálfræði og ásetningi næringar. Þetta er nàmskeið sem færir þér viljandi vald yfir vegferð þinni. Þú átt námskeiðið og getur nýtt þér það aftur og aftur.


Leiðbeinandi


Gudni Gunnarsson
Gudni Gunnarsson

Guðni er fæddur árið 1954 og uppalinn í Keflavík. Hann rekur Rope Yoga Setrið á Garðatorgi, Garðabæ og GlóMotion International og starfar samhliða því við lífsráðgjöf, námskeiða- og fyrirlestrahald, þjálfun GlóMotion kennara, almenna GlóMotion þjálfun og skriftir.

Starfsferill Guðna við heilrækt spannar fjörtíu ár og er hann fyrsti einkaþjálfari og lífsráðgjafii á Íslandi. Hann stofnaði Vaxtarræktina hf. árið 1982 en hún var í senn innflutningsverslun og líkamsræktarstöð sem hafði það að markmiði að hvetja til andlegrar, huglægrar og líkamlegrar heilræktar.

Árið 1986 stofnaði Guðni tímaritið Líkamsrækt og næring og fram til ársins 1988 var hann útgefandi og aðalritstjóri þess. Á árunum 1987–1989 veitti hann forstöðu deildar innan Máttar fyrir heildræna þjálfun hugar og líkama. Máttur var hugarfóstur hóps lækna og starfsfólks í heilbrigðiskerfinu þar sem lögð var áhersla á nýja og heildræna nálgun við heilsu og líkamsþjálfun. Samhliða þessum störfum aflaði Guðni sér víðtækrar þekkingar á samspili huga og líkama í gegnum jóga, næringarfræði, náttúruleg bætiefni og líkamsþjálfun.

Guðni fluttist til Los Angeles og bjó þar og starfaði í 16 ár eða frá 1990 - 2006. Sú hugmyndafræði sem hann hefur hannað og þróað er einkum afrakstur þess tíma því þar starfaði hann við heilræna þjálfun líkama og sálar ásamt lífsráðgjöf fyrir einstaklinga og hópa. Samhliða vann hann að þróun og hönnun Rope Yoga kerfisins og æfingastöðvarinnar, en kerfið tengir hugrækt, líkamsrækt, næringarfræði og orkuumsýslu í eitt heilrænt velsældarkerfi.

Árið 2006 flutti Guðni heim til Íslands, stofnaði Rope Yoga Setrið og hóf að þróa Rope Yoga kerfið yfir í GlóMotion. GlóMotion býr yfir fleiri tegundum æfinga og þar er lögð aukin áhersla á næringu, hvað við nærum og á hvaða forsendum. GlóMotion námskeið hafa verið kennd í Rope Yoga Setrinu við góðar undirtektir frá árinu 2007.


Algengar spurningar


Hvenær hefst námskeiðið og hvenær er því lokið?
Námskeiðið hefst 15, febrúar, 2024 og endar þegar þér hentar! Þetta er netnám og þú ræður ferðinni - þú ræður hvenær vegferð þín til velsældar hefst og hvenær þú líkur þessu ferðalagi.
Hversu lengi hef ég aðgang að námsgögnunum?
Hvernig hljómar, að eilífu? Þegar skráningu er lokið, hefur þú ótakmarkaðan aðgang að þessu námskeiði - og öllum námsgögnum sem tilheyra námskeiðinu.
Hvað ef mér líkar ekki námsefnið eða það hentar mér ekki?
Við viljum stuðla að velsæld þinni, ekki vansæld! Ef námskeiðið uppfyllir ekki væntingar þínar eða þarfir, hafðu þá samband við okkur innan 30 daga og við endurgreiðum þér námskeiðsgjaldið að fullu.
Hvaða gögn fylgja námskeiðinu?
Bókin Máttur athyglinnar í pdf formi, myndbönd og aðrar leiðbeiningar. Opið spjall einu sinni í viku á lokuðum facebook vettvangi. Daglegir póstar til áminningar og hljóðupptökur frá Mætti athyglinnar ásamt uppástungum um myndefni til stuðnings.
Fyrir hverja er námskeið ætlað?
Fyrir alla sem vilja varanlega velæld. Fyrir alla sem eru tilbúnir að vera viljandi skaparar í vitund. Fyrir alla sem vilja láta af fórnarlamba eða píslarvætts hegðun. Við erum annaðhvort að skapa líf okkar viljandi í vitund eða óviljandi og það er bara þetta Ó sem aðskilur velsæld eða vansæld. Máttur athyglinnar er tækifæri til að vera leiðandi afl í lífinu en ekki farþegi í mótþróa.
Hvernig eru námskeiðin uppbyggð?
Máttur athyglinnar verkefnabókin er umgjörð fyrir verkferlin og byggja þau á skrefunum sjö; 1. Athygli, að vakna til vitundar og losna undan oki hugans. 2. Ábyrgð, að fyrirgefa sér umbúðalaust og vilja þannig valdið sem okkur er gefið og endurheimta um leið orkuna sem við vorum að verja í eftirsjá og iðrun og nýta hana til góðs. 3. Tilgangur, skilgreina hvaða hlutverki maður ætlar að gegna og hvaða þjónustu við veitum. 4. Heitbinding, að lofa sér til fulls í eigið líf og skilja að heilindi er forsenda velsældar. 5. Framganga, að opinbera sjálfsmynd sína í gjörðum vitandi að vilji er verknaður ekki von eða væl. 6. Innsæi, að vera einlægt vitni í sinni tilvist ekki böðull í persónulegu einelti í eigin garð. 7. Þakklæti, að velja að telja blessanir sínar en ekki böl. Þakklæti er uppljómun, kærleikur og velsæld, öflugasta athöfn sem maður getur iðkað og er alltaf val. Ég nota myndbönd, hljóðupptökur, PDF skjöl og svo rafrænt umhverfi sem við vinnum í og fylgjumst með framgangi nemenda. Þetta er öflugur skóli á netinu sem við köllum GlóMotion Akademíuna. Nemendur eru í virku sambandi ef þeir vilja eða geta unnið einir og sér. Einnig verður samkoma í lokuðum facebook hópi einu sinni í viku þar sem nemendur geta spurt og fengið svör. Námskeiðið hefst í 19. ágúst og frá þeim degi fær þátttakandinn/n senda pósta daglega til áminningar og örvunar.
Eru námskeiðin fyrir þá sem vilja bara aðeins skerpa á lífi sínu eða fyrir þá sem hafa orðið fyrir miklum áföllum?
Fyrir alla sem vilja lifa í velsæld og eru tilbúnir að stíga inn í líf sitt á öðrum forsendum og breyta um viðhorf gagnvart sjálfum sér. Það skiptir engu máli hvar þú hefur verið bara hvert þú ert að fara og hvort þú ert tilbúinn í að vilja þig og elska. Upphafið er NÚNA. Þú ein/n hefur vald til að opna hjarta þitt og þiggja gjafir tilverunnar og hanna ferli velsældar en það verður ekki gert með sömu hegðun, hugsunum og framkomu sem komu þér á þann stað sem þú ert á í dag. Það er gott að hafa það í huga að allt sem þú veitir athygli vex og dafnar og ef þú ert að hugsa um það sem þú vilt ekki, þá ert þú að vilja það.
Hvers vegna ákvaðstu að búa til þessi námskeið?
Netið er dásamlegur vettvangur. Ég vil gefa sem flestum kost á að vinna að sinni velsæld - þetta er svo einfalt í sjálfu sér. Að stíga út úr máttleysi og vanmætti, hætta að draga sig niður og velja að stíga inn í vald sitt og stórkostleika, vera ljómandi og bjartar verur. Það eiga ekki allir heimangengt hingað til okkar í Garðabæ á Mátt Athyglinnar. Fólk býr bæði um allt land og auðvitað erlendis. Námskeiðið tekur 7. uppbyggilegar vikur og við erum einfaldlega að svara eftirspurn sem kemur víða frá því við viljum þannig þjóna sem flestum. Það eiga allir að geta unnið að sinni velsæld hvar sem þeir eru staddir.“
Telur þú að það nýtist fólki betur að læra heima hjá sér en mæta á staðinn?
Þetta er allt spurning um tíma. Það er misjafnt, sumir þurfa og vilja umgjörðina sem skapast við að mæta í sal til okkar og fá þannig stuðning til að breyta ferlum sínum. Það er líka oft gott að vera innan um fólk sem er á sömu bylgjulengd og í samhljóm. Aðrir kjósa að vinna á skjá og líður jafnvel betur við þannig aðstæður. Þá er einnig tími og kostnaður við ferðalög og þann tíma má nýta til að læra heima. Þetta er eins misjafnt og við erum mörg en eins og við vitum er kennsla og námskeiðahald að verða stöðugt vinsælla á netinu - að læra á sínum tíma og hraða.

Mátt­ur at­hygl­inn­ar snýst um vel­sæld, að sjá tæki­fær­in og njóta. Hver ein­asta mann­eskja er krafta­verk og mitt hlut­verk er að minna okk­ur á þessi fal­legu sann­indi. Oft eru það göm­ul for­rit sem eru bæld djúpt í und­irvit­und­inni sem stjórna dag­leg­um ferl­um okk­ar og vön­um og þótt við telj­um að okk­ur langi, ætl­um eða þráum ham­ingju og vel­sæld þá erum við ekki að leyfa okk­ur að breyta hegðun okk­ar, hugs­un­um og gjörðum í þágu þess sem við telj­um okk­ur vilja,“ seg­ir Guðni og bæt­ir við:

Nám­skeiðið geng­ur út að að skilja að við erum þar sem við erum af því að við fór­um þangað, við sköpuðum nú­ver­andi ástand en get­um breytt því ef við vilj­um. Þegar við erum til­bú­in að verða ábyrg fyr­ir því ljósi, krafti og orku sem við búum yfir og hanna nýtt líf ger­um við það með því að skil­greina hvað við vilj­um, hver til­gang­ur­inn er með því og vinna síðan í því að verða nægi­lega verðug að eig­in mati til að þiggja, njóta og þríf­ast í vel­sæld,“ seg­ir hann.

Guðni seg­ir að þakk­læti sé mjög mik­il­vægt.

Þakk­lætið er at­höfn og ef við eig­um erfitt með að þiggja þá erum við að hafna gjöf­um til­ver­unn­ar og neita þannig vel­sæld­inni, hrein­lega ýta henni frá okk­ur. Þessu má öllu breyta ef maður vill,“ seg­ir hann.

UMSAGNIR

Sæll Guðni,

Ég sótti "hjartabókina" mína hjá þér í dag eða réttara sagt Mátt Hjartans sem ég hlakka gríðarlega til að lesa. Ég fann það eftir að ég hitti á þig í dag að mig langaði að segja þér svo margt um það hvernig þú hefur hjálpað mér. Ég var á Mátt athyglinnar fjarnámskeiði hjá þér í september og október sem hafði gríðarlega góð áhrif á mig.
Af námskeiðinu tók ég til mín fullt af góðum punktum sem ég hef verið að nýta mér og er enn að bæta við. Ég kíki enn inn á námskeiðs síðuna og hlusta og les, sumt mörgum sinnum. Ég hef í mörg ár lesið allskonar bækur um núvitund og ýmislegt tengt þeim fræðum en aldrei tengt almennilega við þetta. Það sem síðan gerðist þegar ég var á námskeiðinu hjá þér að allskonar hlutir, sem ég var búinn að taka til mín undanfarin ár sem meðal annars voru úr þínum fyrri bókum og fleirum , fóru að smella saman.
Ég hef alltaf átt í slæmu sambandi við mat og matarvenjur. Hreinlega eitthvað sem ég hef átt í erfiðleikum með. Ég hef borðað óhollan mat, borðað hann hratt og mikið af honum, drukkið mikið af gosdrykkjum og neytt mikils sykurs. Þetta hefur síðan orðið til þess að ég hef komið mér í yfirþynd með tilheyrandi vanlíðan. Ég held ég sé búinn að prófa alla þá kúra sem eru í boði en allt kom fyrir ekki.
Eins og áður sagði þá fóru allskonar hlutir að smella saman hjá mér strax á fyrstu vikum námskeiðsins sem hafði það í för með sér að ég hef ekki neytt gosdrykkja eða sykurs í tæpa þrjá mánuði. Ég hef algjöra stjórn á því hvað ég innbyrgði og hversu mikið. Sem sagt ég er komin með fulla stjórn á matarvenjum mínum í fyrsta sinn síðan ég fæddist. Það er alveg magnað hvað einföld skilaboð frá þér eins og að tyggja matinn geta verið kröftug og að gera sér grein fyrir því hvort maður sé að næra sig eða ekki eða öllu heldur hvað maður er að næra. En þessi fáu orð frá þér og lestur á matarkaflanum í bókinni hefur haft þessi áhrif á mig. Nú sígur vigtin hægt og rólega án nokkurra átaka. Ég er ekki hættur neinu en vel hvað ég set upp í mig hverju sinni. Ekkert er bannað allt er leyfilegt ekkert er rangt. Ef mig langar í nammi eða gos þá fæ ég mér nammi eða gos en ég fer ekki frá mér fyrir það og ég elska mig samt. En gos og nammi næra ekki mitt hjarta þannig að það verður aldrei fyrir valinu.
Hjartans þakkir fyrir mig Guðni!

Örn Sölvi Halldórsson

Ég fór á mitt fyrsta námskeið hjá Guðna árið 2008 og fann að ég var komin heim. Síðanþá hef ég reglulega sótt námskeiðin hans því ég upplifi að sá málflutningur sem hann flytur talar til mín og hjálpar mér að viðhalda þeirri umgjörð sem er mér nauðsynleg til að blómstra og líða vel.

Síðasta námskeið sem ég sótti hjá Guðna var námskeiðið Máttur hjartans sem er öflugt og hristir vel upp í egóinu og fyrirfram gefnum hugmyndum um lífið og tilveruna. Og eins og alltaf þegar hann talar þá eru engar málamiðlanir ekkert vol og væl heldur aðeins talað tæpitungulaust. Enn og aftur var ég komin heim í kærleikann og ljósið.

Mannshugurinn er nefnilega skondið líffæri og við eigum það til að gleyma okkur í jórtri hugans, gleyma vitundinni sem sprettur frá kjarna líkama og sálar, hjartanu! En í dag er ég meðvituð um það þegar ég gleymi mér og get þar af leiðandi leitað aftur heim í ljósið með bros á vör full af þakklæti og það er það dýrmætasta sem ég hef lært á námskeiðunum hans Guðna.

Aðalheiður Jensen


Vignir Rafn

Þetta er með því betra sem ég hef gert fyrir sjálfan mig að fara í þessa tíma!

Bæði með rétta líkamstöðu og beitingu, rétt hugarfar uppá kvíðann minn, og úthald til að spila á tónleikum og fara í tónleikaferðir eins og ekkert sé!

Tilvalið fyrir ykkur listafólk (og hitt pakkið).

Vignir Rafn Hilmarsson,

Tónlistarmaður og kennari


Það eru ófá þakkarbréfin sem ég hef samið til Guðna í huganum eftir að ég kynntist honum á

Sara María

námskeiðinu hans Máttur athyglinnar. Ég fann það eftir fyrsta tímann hjá honum að líf mitt myndi breytast. Hann er algjör brautryðjandi á sínu sviði og breytir lífum, þeirra sem eru tilbúnir að elska sjálfa sig algjörlega. Ekki það að við breytum lífum okkar sjálf þegar föttum fattið og það er magnað !:D

Takk Guðni, þú ert sannarlega ljósvera lífs þíns og annarra.

Sara María Júlíusdóttir,

SilkiþrykkjariFrábært námsskeið að baki. Máttur hugans er mikill og það er margt sem hægt er að læra hjá

Sigmar

Guðna. Eða eins og hann orðar það sjálfur, við lærum ekkert, við erum bara að rifja upp það sem við þegar vitum. Minna okkur á og fá okkur til að vera meðvituð um hegðun okkar, framkomu og hugsanir!

Takk fyrir mig!

Sigmar VilhjálmssonÉg fór á námskeiðið Máttur athyglinnar og er ævinlega þakklát fyrir það sem það hefur gefið

Guðrún Birna

mér. Mæli svo innilega með þessu. Ég upplifi meiri kærleika, núvitund og sjálfsþekkingu en áður og hef komist yfir áralanga hræðslu mína við markmið og framgöngu... svo eitthvað sé nefnt.


Ég hef alla tíð verið leitandi og drukkið í mig allt efni sem fjallar um sjálfshjálp og spiritisma. Guðna tekst í heimspeki sinni og bókum að flétta saman gamla og nýja speki og töfra hana fram með djúpum skilningi á íslenskri tungu og mætti orðanna. Þetta sameinar og rifjar upp allt það besta sem ég hef lært hingað til en umturnar á sama tíma öllu með nýrri auðskilinni nálgun.

Námskeiðið er svo hlaðið vitneskju, verkefnum og efni að ég hlakka til að halda áfram að vinna með það, melta hugmyndirnar, þjálfa vitund mína og vald, dýpka enn betur skilninginn og halda áfram þessu magnaða ferðalagi.

Guðrún Birna Le Sage


Byrja núna!