Ásetningur Næringar

Næringarkaflinn.pdf

ÁSETNINGUR NÆRINGAR.

Ekkert tækifæri er stærra – til umbreytingar en næring. Ekkert tækifæri er stærra – til velsældar eða vansældar en næring.

Þú mátt borða allt sem þú vilt, hvenær sem þú vilt, í eins miklu magni og þú vilt. En með þessum kafla ég vil hvetja þig til að koma inn í vitund gagnvart næringunni – að skilja að þú ert alltaf að næra þig í ákveðna átt, á ákveðnum forsendum. 

Til hvers borðarðu? Til að byggja þig upp eða rífa þig niður? Til að kæfa eldinn í hjartanu eða örva hann? Skilurðu að öll næringin sem þú innbyrðir verður að þér? Ertu að næra vansæld eða velsæld?

Næringin þín er skýr mælikvarði á því hvernig þér líður á hverri stundu og hvaða viðhorf þú hefur. Næringin þín opinberar þig og matarkarfan segir sína sögu. 

Næringin þín er opinberun á þínu sambandi við sjálfa/n þig.

Þegar þú kemur inn í vitund gagnvart því að næra þig skilurðu að þitt eina hlutverk er að taka fulla ábyrgð á allri þinni tilvist, bæði andlega og líkamlega.

Umræða

11 ummæli