7. Skref – þakklæti er blómstrun

7. Skref-Þakklæti.pdf

ÞAKKLÆTI

Í þessu skrefi, þakklætinu, nálgumst við allt umhverfi okkar af alúð og náð, manneskjurnar í kringum okkur, störf okkar og sýsl, og við vitum að það er ekkert rétt eða rangt, allt bara er. Við skiljum að allir hafa rétt fyrir sér og enginn rangt, því að birting allra einstaklinga er opinberun heimilda þeirra og við erum þakklát fyrir þá reynslu sem umhverfið veitir okkur á hverjum tímapunkti, til að við og aðrir getum öðlast frelsi. 


Við erum komin í ástand uppljómunar eða alsælu. Þakklæti er hreint ljós; tærasta orka sem til er. Þakklæti er ekki hægt að upplifa í huganum, við getum ekki hugsað okkur þakklát; við verðum að draga djúpt andann og finna það í hjartanu, því það er tilfinning en ekki viðhorf eða ákvörðun. 


MATARÆÐI VIKUNNAR: Í þessari viku ræður þú matarræðinu. Nú er það umgengnin við matinn og viðhorfin sem við höfum gagnvart honum sem skipta mestu máli.

VEGANESTI VIKUNNAR: Við erum fullkomin og fullkomlega komin í ljós.

ÞAKKLÆTISÆFINGAR: Á hverjum morgni teljum við blessanir okkar og þökkum fyrir allt það dásamlega sem við eigum nú þegar.Við horfum á líf okkar í lotningu - líkamann, heimilið, samböndin, fjölskylduna - og þökkum fyrir að fá tækifæri til að rækta þessa mögnuðu flóru af lífi og sál.


ÞAKKLÆTI ER BLÓMSTRUN - ÞAKKLÆTI UPPLIFIST AÐEINS Í HJARTANU.

Umræða

0 ummæli