6. Skref – innsæi er vakandi vitund og opið hjarta

6. Skref-Innsæi.pdf

INNSÆI.  

Í skrefinu hér á undan, framgöngunni, opinberum við eigin heimild í öllu sem við segjum, gerum og tökum okkur fyrir hendur; heimildin blasir við okkur í þeim viðhorfum sem við höfum gagnvart heiminum og sjálfum okkur. 

Í þessu sjötta skrefi, innsæinu, erum við kærleiksríkt vitni sem fylgist með eigin hegðun með ekkert annað en kærleika að leiðarljósi, í vakandi vitund – þetta er afstöðulaust áhorf þar sem við sjáum eigin ferli til vansældar eða velsældar betur en nokkru sinni fyrr. Og þar sem við erum beintengd við opið hjartað getum við séð öll þessi ólíku ferli sem blessanir og tækifæri. 


MATARÆÐI VIKUNNAR: Í þessari viku nærum við okkur eingöngu á hráfæði, hitum ekki matinn upp fyrir 47 gráður þar sem mikilvæg ensím hverfa úr fæðunni við hærri hita.

VEGANESTI VIKUNNAR: Vertu kærleiksríkt vitni. Þegar þú gleymir þér eða gerir það sem ábyrgðarlausar og fjarverandi manneskjur kalla mistök þá fyrirgefurðu þér umbúðalaust.

INNSÆISÆFINGAR: Við veitum athygli og erum kærleiksríkt vitni í eigin tilvist. Við tökum eftir tilfinningum okkar þegar við nærumst, förum af fullum krafti inn í nánd við hvert tækifæri og lærum að fara djúpt inn í eigin tilvist.


INNSÆI ER VAKANDI VITUND OG OPIÐ HJARTA

Umræða

0 ummæli