5. Skref – framganga opinberar heimild hjartans

5. Skref-Framganga.pdf

FRAMGANGA.

Í fimmta skrefinu, framgöngunni, opnumst við eins og blóm. 

Í framgöngunni kemur alltaf skýrt fram hversu mikla eða litla heimild við höfum öðlast. Við sýnum umhverfinu hvað við sannarlega viljum, því að sama hvaða orð við notum skiptir mestu máli hvort hjartað er aðþrengt eða ekki; hvort skilaboð hjartans eru aðþrengd og í skorti eða hvort þau útvarpa velsæld til umheimsins.

Framgangan framkallar sjálfsmyndina og opinberar heimild hjartans: Hversu mikla hamingju við erum tilbúin að leyfa okkur, núna. 


MATARÆÐI VIKUNNAR: Í þessari viku er lögð áhersla á grunnþætti í samsetningu máltíða, að blanda saman fæðutegundum sem vinna hver með annarri.

VEGANESTI VIKUNNAR: Tökum eftir hvort við upplifum viðnám eða ekki 

FRAMGÖNGUÆFINGAR: Heimildin opinberast í hegðun okkar og framkomu. Hvað átt þú skilið að eigin mati, viljandi eða óviljandi? Ertu að halda aftur af þér, ganga fram af þér eða leyfa þér heilbrigðan framgang?


FRAMGANGA OPINBERAR HEIMILD HJARTANS - VILJI ER VERKNAÐUR

Umræða

0 ummæli