3. Skref – tilgangur er kjölfesta hamingjunnar

3. Skref-Tilgangur.pdf

TILGANGUR.

Þú átt þér alltaf tilgang – alltaf. Ef þú hefur ekki skilgreint tilganginn upp á eigin spýtur er hann samsettur úr brotum sem þú hefur sankað að þér á lífsleiðinni. 

Þú ert alltaf með tilgang – alltaf með tiltekna leið sem þú gengur. Þú ert alltaf að ganga til einhvers, í átt að einhverju. Spurningin er aðeins hvað þetta eitthvað er; hvort það er vansæld eða velsæld og hvort þú ert að ganga frá þér eða ganga til þín. 

Það velur enginn þinn tilgang nema þú. Enginn nema þú hefur vald yfir því hvernig þú verð þínum lífsneista eða hvaða hlutverki þú velur að gegna. 


MATARÆÐI VIKUNNAR: sleppa lambakjöti og villibráð og læra enn betur að finna leiðir til að elda úr vönduðu grænmeti og góðum fiski. 

VEGANESTI VIKUNNAR: vitundaræfingar og hugleiðsluæfingar. Taktu eftir því hvernig sýnin og ljós sýnarinnar breytist eftir líkamlegu, andlegu og huglægu jafnvægi. 

TILGANGSÆFINGAR: rifja upp og staðfesta daglega tilganginn, skerpa sýnina og fara yfir markmiðin.


TILGANGUR ER KJÖLFESTA HAMINGJUNNAR.

Umræða

2 ummæli