2. Skref – ábyrgð er orka

2. Skref-Ábyrð.pdf

ÁBYRGÐ.

Ábyrgð er vald; vald, val, vilji yfir eigin lífi, orku og tilfinningum. 

Ábyrgð er að draga djúpt andann, taka heiminn til sín, eiga hann, elska hann. 

Ábyrgð er afstöðuleysi; að hætta að leita að sökudólgi, bæði í eigin bakgarði og annarra.

Það eina sem þú þarft að gera er að fyrirgefa. Ekki öðrum, ekki heiminum, heldur fyrirgefa þér fyrir öll þau neikvæðu álög sem þú hefur lagt á eigin herðar í áranna rás, fyrir sársaukann sem þú hefur leitt þig inn í með núverandi hegðu

Að taka ábyrgð og fyrirgefa er að sleppa.

Þú sleppur ekki fyrr en þú sleppir.

Þú öðlast frjálsan vilja þegar þú sleppir þér og fyrirgefur þér.


MATARÆÐI VIKUNNAR: sleppa öllum eyðilögðum mat.

VEGANESTI VIKUNNAR: tökum fulla ábyrgð á því hvað við borðum sem og allri tilvist okkar.

ÁBYRGÐARÆFINGAR : sleppa, anda og losa ásamt því að iðka fyrirgefningu í vitund.


ÁBYRGÐ ER ORKA

Umræða

11 ummæli