SJÖ SKREF AÐ VARANLEGRI VELSÆLD

Máttur athyglinnar, hvers er að vænta og námsskrá.pdf
Upphafið.pdf - Vinsamlega prenta skjalið.pdf

Til hamingju með þátttöku þína í þessu námskeiði og vegferð.

Til hamingju með að vilja stíga sjö skref í varanlega velsæld og lifa lífinu í vitund, til fulls.

Þetta námskeið gerir þér kleift, á þínum forsendum og þínum hraða, að tilgreina og skilgreina ferli þinnar velsældar.

Hvert skrefanna sjö býður upp á skýr og afmörkuð verkefni. Allar góðar áætlanir eru mikilvægar, en þær eru einskis virði án heitbindinga og gjörða – þetta lögmál gildir á öllum sviðum lífsins. Ef þú kannast við að hafa gert áætlanir án þess að standa við þær skaltu heitbinda þig brosandi, núna, til að klára námskeiðið, vinna öll verkefnin sem boðið er upp á, standa þér við hlið allan tímann og leyfa þér að ljúka við verkefnið. 

Máttur athyglinnar skiptist í 11 kafla: formála (þennan hér) ásamt æfingum, stöðumat og úttekt, ásetning næringar, skrefin sjö og að lokum samantekt og stöðumat. 

Í hverri viku færðu nýjar forsendur að vinna með sem kallast á við skrefin sjö.

Hvað viltu fá út úr þessu námskeiði og vinnunni í þessari verkefnabók? Hvað viltu líkamlega? Hvað viltu andlega? Hvað viltu tilfinningalega? Hvað viltu fjárhagslega? Hvað vakir fyrir þér?

Þegar þú vilt það – og leyfir þér það – muntu taka breytingum og stíga inn í hamingjuna. Það er þá sem það gerist.

Þá en ekki fyrr.

Vitneskja hugans er mikilvæg. Vitneskja hjartans er enn mikilvægari. Þegar við samræmum vitneskju hugans og hjartans og tengjum hana við markvissa framkvæmd, gerum við kraftaverk sem byggir á eigin krafti; kraftaverk sem felst í þeirri einföldu gjörð að breyta viðhorfum okkar og ferlum. Þessa margföldu tengingu líkama, sálar og hugar köllum við heilrækt. 

Máttur athyglinnar snýst um heilrækt og er verkfærið sem þú velur með því að taka þátt í þessu námskeiði.

Til hamingju og góða ferð.


KÆRleikur,

Guðni

Umræða

46 ummæli