VakAndi - Vitundarþjálfun - NETNÁM 14. nóvember
Vilt þú vakna frá ótta og streitu í ÁRÆÐNI og FRIÐ?
Horfa á kynningarmyndband Vaknaðu núna og skráðu þig í varanlega vitund!
- Hvað er íhugun (núvitund, mindfulness) og hvað getur hún gert fyrir þig?
- Mismunandi leiðir til að stunda og vera í vitund, árverkni
- Hvernig þú hámarkar umfang og gæði öndunnar
- Hvernig þú getur nýtt öndunnartækni til að róa þig eða örva - tendra ljós þitt og ástríður
- Hvernig þú hámarkar hvíld og gæði svefns og endurnæringar
Leiðbeinandi
Guðni er fæddur árið 1954 og uppalinn í Keflavík. Hann rekur Rope Yoga Setrið á Garðatorgi, Garðabæ og GlóMotion International og starfar samhliða því við lífsráðgjöf, námskeiða- og fyrirlestrahald, þjálfun GlóMotion kennara, almenna GlóMotion þjálfun og skriftir.
Starfsferill Guðna við heilrækt spannar fjörtíu ár og er hann fyrsti einkaþjálfari og lífsráðgjafii á Íslandi. Hann stofnaði Vaxtarræktina hf. árið 1982 en hún var í senn innflutningsverslun og líkamsræktarstöð sem hafði það að markmiði að hvetja til andlegrar, huglægrar og líkamlegrar heilræktar.
Árið 1986 stofnaði Guðni tímaritið Líkamsrækt og næring og fram til ársins 1988 var hann útgefandi og aðalritstjóri þess. Á árunum 1987–1989 veitti hann forstöðu deildar innan Máttar fyrir heildræna þjálfun hugar og líkama. Máttur var hugarfóstur hóps lækna og starfsfólks í heilbrigðiskerfinu þar sem lögð var áhersla á nýja og heildræna nálgun við heilsu og líkamsþjálfun. Samhliða þessum störfum aflaði Guðni sér víðtækrar þekkingar á samspili huga og líkama í gegnum jóga, næringarfræði, náttúruleg bætiefni og líkamsþjálfun.
Guðni fluttist til Los Angeles og bjó þar og starfaði í 16 ár eða frá 1990 - 2006. Sú hugmyndafræði sem hann hefur hannað og þróað er einkum afrakstur þess tíma því þar starfaði hann við heilræna þjálfun líkama og sálar ásamt lífsráðgjöf fyrir einstaklinga og hópa. Samhliða vann hann að þróun og hönnun Rope Yoga kerfisins og æfingastöðvarinnar, en kerfið tengir hugrækt, líkamsrækt, næringarfræði og orkuumsýslu í eitt heilrænt velsældarkerfi.
Árið 2006 flutti Guðni heim til Íslands, stofnaði Rope Yoga Setrið og hóf að þróa Rope Yoga kerfið yfir í GlóMotion. GlóMotion býr yfir fleiri tegundum æfinga og þar er lögð aukin áhersla á næringu, hvað við nærum og á hvaða forsendum. GlóMotion námskeið hafa verið kennd í Rope Yoga Setrinu við góðar undirtektir frá árinu 2007.
Námsskrá
-
ForskoðunVelkominn og VakAndi (85:51)
-
Forskoðun1. Athygli er upphaf og valfærni varanleg vitund (90:27)
-
Forskoðun2. Tilgangur er einlægur - hjartlægur (308:43)
-
Forskoðun3. Vilji er verknaður í forvitni (176:29)
-
Forskoðun4. Þakklæti verður örlæti (186:20)
-
ForskoðunGögn og hugleiðslur
-
ForskoðunMorgun hefðir (6:09)
-
ForskoðunKvöld hefðir (0:48)
-
ForskoðunSamantekt og yfirferð (4:18)
Algengar spurningar
Sæll Guðni og takk fyrir gott og gagnlegt námskeið
Þegar ég fór heim eftir síðasta tímann fannst allt búið allt of fljótt
Hjartað mitt var rétt að byrja að skjóta rótum og átta sig á þessum sígilda sannleka enn og aftur
Það er gaman að hlusta á þig tala "í beinni" en líka mjög gott að fá hugleiðingar svona eftirá
Það hjálpar til við að rifja upp og halda áfram að skoð sig innan frá
Kveðja til þín og konu þinnar
Arnheiður Guðmundsdóttir
Elsku Guðni, ég settist niður til að skrifa umsögn um náskeiðið þitt (sem var alveg dásamlegt - ég var misvel upplögð milli tíma - lífið er áskorun) en endaði á að skrifa þakkarbréf. Ég er á mínu eigin tímabelti - alltaf nokkrum dögum eftirá í verkefnum sem eru fyrir utan þægindarammann - en ávalt stundvís í tíma og rúmi - og skrifa þakkarbréfið nokkrum dögum á eftir áætlun námskeiðsins. Þakka þér fyrir að leiða mig að mér... fyrir að vera þar sem þú ert... fyrir að verða á vegi mínum... fyrir að dæma ekki... fyrir að sýna mér og kenna á öll þessi nýju verkfæri... fyrir að kenna mér að elska mig eins og ég er núna... fyrir að minna mig á að draga andann... fyrir að minna mig á að tyggja... fyrir að kenna mér að hafa húmor fyrir vitleysunni í sjálfri mér... fyrir að svara símtölum, bæði nokkurra vikna gömlum og samdægurs (það er saga með þessu sem tengist fyrsta yoga tímanum mínum)... fyrir að kenna mér að vilji er verknaður... fyrir að spyrja okkur á námskeiðinu: „Hvernig lítur þín hamingja út?“... fyrir að kenna mér um athyglina og ábyrgðina. Vegna þess sem þú hefur gefið mér, er ég ekki lengur hrædd að elska og sýna öðrum mig.
Með þakklæti og ást.
Kær kveðja,
Kristín Guðbrandsdóttir
Sæll Guðni.
Bestu þakkir fyrir að hafa leiðbeint mér í átt að skemmtilegu ferðalagi sem er rétt að byrja...þú ert snillingur :)