Máttur þakklætis 9. janúar, 2024 - 66 dagar!

Þakklæti er vegferð varanlegrar velsældar

Skráðu þig núna!

Kynning og velkominn

Þakklæti er gáttin inn í varanlega velsæld


Máttur Þakklætis NETNÁM

Máttur þakklætis netnámskeiðið er 66 daga vegferð varanlegrar velsældar þar sem uppljómun verður að hefð og öll augnablik eru upplifuð sem blessun. Byggt á metsölu- og verkefnabókinni, Máttur þakklætis, sem er hluti námskeiðsgagna.

Þakklæti er uppljómun, gáttin að varanlegri velsæld

Að þiggja áhengjulaust er athöfn heilagrar veru þegar hún nærir sig; þakklæti er innstreymi sem á sér stað þegar við leyfum móðurinni, jörðinni, að hlúa að, fæða, hlaða og endurnæra afkvæmi sín. Þannig skapast fullkomin tenging við upprunann, almættið, ástina; forsendu þess að vera vakandi, rótfastur og valfær tilgangandi þiggjandi skapandi í vitund.

Námskeiðið er netnámskeið og hefst með mætingu í lokaðri Facebook síðu. Fundir eru teknir upp og aðgengilegir ásamt öðru efni námskeiðsins en því lýkur eftir níu vikur með samantekt. Þú getur hins vegar ávallt stjórnað þínu hraða og notað efnið á vefsíðu námskeiðsins. Þú hefur ótakmarkaðan og eilífan aðgang að námskeiðinu og öllum námsgögnum.

Námsgögn sem fylgja eru:
Bókin, Máttur þakklætis
Skjöl á PDF formi
Myndbönd
Hljóðskrár
Aðrar leiðbeiningar
Opið spjall einu sinni í viku í lokuðum Facebook hóp námskeiðsins.
Daglegir áminningapóstar í níu vikur með hljóðupptökum og ábendingum um myndefni til stuðnings.

Netnámskeiðið Máttur þakklætis er fyrir alla þá sem vilja njóta varanlegrar velsældar og auka magn hamingjuhormóna í líkamanum. Það er fyrir alla sem eru tilbúnir að vera valfærir skaparar í vitund. Fyrir alla sem vilja láta af fórnarlamba eða píslarvætts hegðun. Við erum annaðhvort að skapa líf okkar viljandi í vitund eða óviljandi og það er bara þetta Ó sem aðskilur möguleika og Ó-möguleika. Að vera VakAndi og valfær er val, vald. Þakklæti er vegferð – breiðstræti velsældar.


Leiðbeinandi


Gudni Gunnarsson
Gudni Gunnarsson

Guðni er fæddur árið 1954 og uppalinn í Keflavík. Hann rekur Rope Yoga Setrið á Garðatorgi, Garðabæ og GlóMotion International og starfar samhliða því við lífsráðgjöf, námskeiða- og fyrirlestrahald, þjálfun GlóMotion kennara, almenna GlóMotion þjálfun og skriftir.Starfsferill Guðna við heilrækt spannar fjörtíu ár og er hann fyrsti einkaþjálfari og lífsráðgjafii á Íslandi. Hann stofnaði Vaxtarræktina hf. árið 1982 en hún var í senn innflutningsverslun og líkamsræktarstöð sem hafði það að markmiði að hvetja til andlegrar, huglægrar og líkamlegrar heilræktar.Árið 1986 stofnaði Guðni tímaritið Líkamsrækt og næring og fram til ársins 1988 var hann útgefandi og aðalritstjóri þess. Á árunum 1987–1989 veitti hann forstöðu deildar innan Máttar fyrir heildræna þjálfun hugar og líkama. Máttur var hugarfóstur hóps lækna og starfsfólks í heilbrigðiskerfinu þar sem lögð var áhersla á nýja og heildræna nálgun við heilsu og líkamsþjálfun. Samhliða þessum störfum aflaði Guðni sér víðtækrar þekkingar á samspili huga og líkama í gegnum jóga, næringarfræði, náttúruleg bætiefni og líkamsþjálfun.Guðni fluttist til Los Angeles og bjó þar og starfaði í 16 ár eða frá 1990 - 2006. Sú hugmyndafræði sem hann hefur hannað og þróað er einkum afrakstur þess tíma því þar starfaði hann við heilræna þjálfun líkama og sálar ásamt lífsráðgjöf fyrir einstaklinga og hópa. Samhliða vann hann að þróun og hönnun Rope Yoga kerfisins og æfingastöðvarinnar, en kerfið tengir hugrækt, líkamsrækt, næringarfræði og orkuumsýslu í eitt heilrænt velsældarkerfi.Árið 2006 flutti Guðni heim til Íslands, stofnaði Rope Yoga Setrið og hóf að þróa Rope Yoga kerfið yfir í GlóMotion. GlóMotion býr yfir fleiri tegundum æfinga og þar er lögð aukin áhersla á næringu, hvað við nærum og á hvaða forsendum. GlóMotion námskeið hafa verið kennd í Rope Yoga Setrinu við góðar undirtektir frá árinu 2007.


Algengar spurningar


Hvenær hefst námskeiðið og hvenær er því lokið?
Námskeiðið hefst 9. janúar, 2024 kl. 19:30 með mætingu á lokaðri zoom síðu Rope Yoga Setursins sem jafnframt er tekið upp og er aðgengilegt alltaf og líkur síðan níu vikum síðar með samskonar fundi og samantekt. Þú getur hinsvegar stjórnað þínum hraða og efnið er alltaf aðgengilegt og þú átt þinn aðgang og efni.
Hversu lengi hef ég aðgang að námsgögnunum?
Hvernig hljómar, að eilífu? Þegar skráningu er lokið, hefur þú ótakmarkaðan aðgang að þessu námskeiði - og öllum námsgögnum sem tilheyra námskeiðinu.
Hvað ef mér líkar ekki námsefnið eða það hentar mér ekki?
Við viljum stuðla að velsæld þinni, ekki vansæld! Ef námskeiðið uppfyllir ekki væntingar þínar eða þarfir, hafðu þá samband við okkur innan 14 daga og við endurgreiðum þér námskeiðsgjaldið að fullu.
Hvaða gögn fylgja námskeiðinu?
Bókin Máttur þakklætis. Skjöl í pdf formi, myndbönd, hljóðskrár og aðrar leiðbeiningar. Opið spjall einu sinni í viku á lokuðum facebook vettvangi. Daglegir póstar til áminningar og hljóðupptökur ásamt uppástungum um myndefni til stuðnings.
Fyrir hverja er þetta námskeið?
Fyrir alla sem sem eru tilbúnir að telja blessanir sínar og njóta þannig varanlegar velsældar. Fyrir alla sem eru tilbúnir að vera valfærir skaparar í vitund. Fyrir alla sem vilja láta af fórnarlamba eða píslarvættis hegðun. Við erum annaðhvort að skapa líf okkar viljandi í vitund eða óviljandi og það er bara þetta Ó sem aðskilur möguleika og Ó-möguleika. Að vera VakAndi og valfær er val, vald. Þakklæti er vegferð - breiðstræti velsældar.

Byrja núna!